KR náði í tvö stig í Frystikistuna

Hamar/Þór – KR Fyrsta umferð 1.deild kvenna

Frystikistan Hveragerði.

Hamar/Þór     22-16-24-30    92

KR                    27-12-25-33    97

Fyrir leik

Hamar/Þór misstu af úrslitakeppni í fyrra sem var langt undir væntingum og getu liðsins. Enda spáð 2 sæti í 1.deild kvenna sem er bara eðlileg krafa sem þær geta sett sér. Nýr þjálfari, Hákon sem hafði áður verið hjá Fjölni er tekin við af Hallgrími sem fór í hina áttina og tók við kvennaliði Fjölnis. Uppbygging heldur áfram og samið var áfram við kjarna liðsins að auki bætt við Anlya Thomas og Kristrúnu sem kemur frá Haukum. Hamar/Þór er spáð 2 sæti í 1.deild kvenna sem er bara mjög á pari. KR konum er spáð 3 sætinu í deildinni og sömdu við kjarnan sinn en misstu frjóra leikmenn fyrir tímabilið. Þær hafa þó bætt við sig Michaela Porter og Inja Butina. Mikil spenna fyrir liði KR er í Frostaskjóli fyrir tímabilið.

Leikurinn var spennandi frá byrjun. KR var með yfirhöndina fyrsta leikhluta en þá misstu Hamar/Þór Hildi þegar hún snéri sig illa staðan í hálfleik H/Þ 38-39 KR Leikurinn var einnig æsispenandi í seinni hálfleik þegar liðin skiptust á að leiða og skotsýning hjá Emmu Hrönn og Aniya, Jóhanna Ýr kom sterk inn af bekknum og átti gott framlag í síðari hálfleik auk þess sem liðsframistaðan var góð.

Michaela og Lea voru svo geggjaðar hinum megin og KR landaði útisigri Hamar/Þór 92-97 KR

Hamar/Þór  Emma Hrönn 34 stig 25 frl Aniya 30 stig 35 frl Kristrún 11 frk

KR    Lynn 41 stig 18 frk 52 frl. Lea 22 stig 18 frl

Hvað næst

Hamar/Þór fær ÍR í heimsókn nú í Icelandic Glacial Höllinni í Þorlákshöfn laugardaginn 14 okt

KR fær Tindastól í heimsókn sunnudaginn 15 okt.

Tölfræði leiks