spot_img
HomeFréttirNjarðvík lagði Hauka örugglega í Ólafssal

Njarðvík lagði Hauka örugglega í Ólafssal

Njarðvík lagði Hauka í dag í þriðju umferð Subway deildar kvenna.

Bæði lið eru því með tvo sigra og eitt tap það sem af er tímabili, en aðeins Keflavík er sæti ofar, enn taplausar.

Líkt og tölurnar gefa til kynna var hér um gífurlega öruggan sigur Njarðvíkur að ræða, en eftir fyrsta leikhluta leiddu þær með 9 stigum, 15-24. Þær bættu svo enn í og voru komnar með 15 stiga forystu þegar liðin héldu til búningsherbergja í hálfleik, 25-40. Haukar náðu svo aðeins að vinna niður forskotið í þriðja leikhlutanum, þar sem munurinn var aðeins 11 stig fyrir lokaleikhlutann, 40-51. Þá setti Njarðvík fótinn aftur á bensíngjöfina og vinna leikinn að lokum með 23 stigum, 49-72.

Atkvæðamest fyrir Njarðvík í leiknum var Emelie Sofie Heseldal með 20 stig, 20 fráköst, 9 stoðsendingar og 3 stolna bolta. Henni næst var Ena Viso með 14 stig, 12 fráköst og 5 stoðsendingar.

Fyrir Hauka var það Keira Robinson sem dró vagninn með 21 stigi, 14 fráköstum, 5 stoðsendingum og 5 stolnum boltum.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -