spot_img
HomeFréttirKR ingar keyra meira á byrjunarliðinu

KR ingar keyra meira á byrjunarliðinu

21.56

{mosimage}

Það er athyglisvert að rýna í tölfræði fyrstu tveggja leikjanna í einvígi KR og Grindavíkur um Íslandsmeistaratitil karla. KR ingar nota byrjunarlið sitt meira en Grindavík og Jakob Örn Sigurðarson hefur ekki náð sér á strik samkvæmt tölfræðinni.

Í leik 1 sem KR vann með 4 stigum eftir að hafa leitt um tíma með 24 stigum og voru aldrei undir í leiknum. Í þessum leik lék byrjunarlið KR 83,1% af leiknum og skoruðu 92% stiganna. Byrjunarlið Grindavíkur lék hinsvegar 63,2% af leiknum og skoraði 72,6% af stigum Grindvíkinga.

Í leik 2 sem var öllu jafnari og endaði með 12 stiga sigri Grindavíkur var byrjunarlið Grindavíkur að spila 71,8% af leiknum og skora 78% af stigum þeirra. Byrjunarlið KR lék 83% af leiknum og skoraði 88,6 af stigum þeirra.

Það er samdóma álit margra að lið KR hefur á að skipa sterkum bekk en spurningin er hvort það á eftir að koma þeim í koll að nota bekkinn ekki betur. Grindavík hefur vissulega ágæta leikmenn á bekknum og þeir virðast samkvæmt tölfræðinni vera að fá meira út úr sínum bekk en KR. Ekki síst í svona úrslitaseríu þar sem leikið er ört og stutt á milli leikja.

Annað sem er athyglisvert er framlag Jakobs Arnar Sigurðarsonar í leikjunum gegn Grindavík, Jakob var með 21 að meðaltali í framlag í deildinni í vetur en í síðustu tveimur leikjum hefur hann fengið 7 og 9. Þá er einnig athyglisvert að Jakob sem hefur fengið 3,6 víti að meðaltali í leik í vetur hefur ekki fengið eitt einasta víti gegn Grindavík í úrslitaeinvíginu og er að skjóta færri skotum utan af velli en hann hefur gert að meðaltali í vetur. Hvort taktík Grindvíkinga gengur út á að loka á Jakob sem hefur stjórnað liði KR í vetur skal ósagt látið en ef svo er þá er það takast vel. Þá er einnig spurning hvort taktík KR sé önnur, aðrir eigi að klára sóknirnar.

En eins og allir vita þá segir tölfræðin ekki allt.

[email protected]

Mynd: [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -