Íslandsmeistarar KR leika án Ingvaldar Magna Hafsteinssonar í Domino´s deildinni í vetur. Skórnir eru komnir inn í geymslu en þó ekki alveg upp á hillu eins og Magni sagði við Karfan.is í dag.
„Ég ætla að einbeita mér að öðru, hvort ég taki skóna fram aftur verður bara að koma í ljós,“ sagði Magni. KR-ingar verða þó ekki alveg á flæðiskeri staddir við teiginn þó Jón Orri Kristjánsson og Ingvaldur Magni verði ekki með þeim í vetur. Sumarið hafði í för með sér þá Finn Atla Magnússon og Michael Craion.
Magni lék 33 leiki með KR á síðasta tímabili þar sem hann var með 6,1 stig og 3,9 fráköst að meðaltali í leik.
Mynd/ Tomasz Kolodziejski