spot_img
HomeFréttirKörfurnar leynast víða vol. 9

Körfurnar leynast víða vol. 9

Þórunn Bjarnadóttir er mikill reynslubolti í kvennakörfunni og einhverstaðar þurfa reynsluboltar að byrja sem aðrir. Þórunn sendi okkur myndir af fyrstu körfunum sem hún tók skot á!
 
Við látum Þórunni um að segja okkur frá þessum körfum:
 
Ég byrjaði að æfa á járnhring sem frændi minn sauð saman fyrir mig og boltaði upp á vegg inni í hlöðu. Eins og sést hefur þessi ekki verið mikið notuð síðasta áratuginn.
(mynd efst í frétt)
 
Nokkrum árum seinna setti bóndinn á næsta bæ upp körfu fyrir utan fjósið hjá sér. Það var lúxus að geta farið að drippla á steypu í staðinn fyrir mold.
 
Síðan er fína fötukarfan
 
Þessar körfur eru allar á Fossi á Síðu rétt hjá Kirkjubæjarklaustri.
Við þökkum svo Þórunni kærlega fyrir þessa sendingu.
 
 
Jóhannes Páll Friðriksson á svo lokaorðið að sinni en hann sendi þessa mynd af körfu en hún er tekin á bænum Svarfhól í Svínadal.
  
Tengt efni:
Fréttir
- Auglýsing -