spot_img
HomeFréttirKópavogsbúum boðið á körfuboltaleik

Kópavogsbúum boðið á körfuboltaleik

10:25

{mosimage}

Kópavogsbær og körfuknattleiksdeild Breiðabliks bjóða Kópavogsbúum á fyrsta leik Breiðabliks í Iceland Expressdeildinni gegn Skallagrími úr Borgarnesi. Leikurinn fer fram föstudaginn 17. október kl. 19.15. Tilefnið er 40 ára afmæli körfuknattleiksdeildarinnar og vígsla á nýju glæsilegu gólfi í Smáranum. Fyrir leikinn mun Gunnar Birgisson, bæjarstjóri flytja stutt ávarp og vígja gólfið með formlegum hætti.

Í vor var hafist handa við að leggja nýtt og stórglæsilegt parket í Smáranum. Þeirri vinnu lauk  síðsumars og er óhætt að fullyrða að íþróttahúsið hafi tekið algerum stakkaskiptum og er nú með þeim glæsilegri á landinu.

Breiðablik og Skallagrímur mæta nokkuð breytt til leiks í ljósi aðstæðna í íslensku efnahagslífi. Erlendum leikmönnum hefur fækkað mikið hjá öllum félögum í Iceland Expressdeildinni og verður því afar fróðlegt að sjá hvernig nýliðum Breiðabliks mun reiða af í hópi þeirra bestu.

Fréttatilkynning

Fréttir
- Auglýsing -