spot_img
HomeFréttirKolbrún með risaleik er Ísland lagði Litháen í Podgorica

Kolbrún með risaleik er Ísland lagði Litháen í Podgorica

Undir 16 ára stúlknalið Íslands lagði Litháen í dag í umspili um sæti 5 til 8 á Evrópumótinu í Podgorica.

Lungann úr leiknum leiddi Ísland, en í upphafi þess fjórða missa þær forystuna til Litháen. Undir lokin gera þær þó vel að loka gatinu og eru lokasekúndur leiksins æsispennandi. Sigurkörfu leiksins skoraði Kolbrún Ármannsdóttir þegar tvær sekúndur voru eftir af klukkunni, 62-64.

Atkvæðamest fyrir Ísland í leiknum var Kolbrún með 26 stig, 15 fráköst og 4 stoðsendingar. Þá var Ísold Sævarsdóttir með 15 stig, 6 fráköst, 3 stolna bolta og Elísabet Ólafsdóttir skilaði 5 stigum og 8 fráköstum.

Sigurinn þýðir að lokaleikur Íslands verður um 5. sæti mótsins, en hann fer fram á morgun kl. 14:00 gegn sigurvegara viðureignar Bretlands og Rúmeníu sem fram fer seinna í dag.

Tölfræði leiks

Umfjöllun Körfunnar um íslensku landsliðin er kostuð af Lykil

Fréttir
- Auglýsing -