Það á ekki af þeim að ganga þeim Malagamönnum í Euroleague í þessari umferð. Í kvöld töpuðu Jón Arnór og félagar enn einum leiknum og í kvöld gegn liði Milano. Leikið var á heimavelli Malaga en það dugði heimamönnum ekki. Það var í raun stórleikur Litháans knáa Linas Kleiza sem gerði það að verkum að Milano tók sigurinn þetta kvöldið. ”Gamla brýnið” og fyrrum NBA leikmaðurinn setti niður 4 þrista á loka kafla leiksins. Leiknum lauk með 77:84 sigri Milano
Jón Arnór spilaði tæpar 11 mínútur í leiknum og skoraði 6 stig. Unicaja standa nú afar illa að vígi í B riðli Euroleague. Eftir þrjá leikihafa þeir ekki náð einum sigri og tap á heimavelli gegn áður sigurlausu liði Milano hjálpaði vissulega ekki í kvöld.
Þess má geta að í kvöld voru dómararnir og feðgarnir Kristinn Óskarsson og Ísak Ernir Kristinsson mættir til að hvetja okkar mann til dáða í Malaga. Það dugði hinsvegar ekki í þetta skiptið.
Mynd/UnicajaBaloncesto: Suarez keyrir að körfu Milano í kvöld.