Einhverjir gerðust svo brattir í gær að spá Golden State Warriors sínum fyrsta ósigri í NBA á tímabilinu þegar liðið mætti Indiana Pacers á útivelli í nótt. Klay Thompson, Steph Curry og félagar í GSW svöruðu þeim spámönnum strax í fyrsta leikhluta með því að láta 44 stigum rigna yfir Indiana! Þetta lið er að hrella NBA deildina með leik sínum, nú eru útisigrarnir orðnir 13 í röð og er það NBA met!
Golden State hafði vitaskuld sigur á Indiana 123-131 og fljótt á litið skyldi maður ætla að leikurinn hefði verið tví- eða þríframlengdur en þessi 254 stig komu í aðeins fjórum leikhlutum! Golden State gerði 79 stig í fyrri háflleik og Klay Thompson skoraði 39 stig í leiknum með 10 þrista í 16 tilraunum. Þá bætti Stephen Curry við 29 stigum, 10 stoðsendingum og 7 fráköstum! Hjá Pacers var Paul George með 33 stig, 8 fráköst og 6 stoðsendingar.
Warriors eru nú 13-0 á útivelli á tímabilinu, 23-0 í deildinni og 27-0 er sigurgangan orðin í heild sinni að meðtalinni síðustu leiktíð.
Mynd með frétt/ Klay Thompson sussar á „spámennina“ sem voru að derra sig á samfélagsmiðlum í gær.
NBA deildin setti auðvitað saman myndband í draugsýn af herlegheitunum hjá GSW í nótt, öll úrslit næturinnar í NBA deildinni má svo finna þar fyrir neðan:
FINAL
GSW
131
IND
123
1 | 2 | 3 | 4 | T |
---|---|---|---|---|
44 | 35 | 32 | 20 | 131 |
|
|
Fréttir |