Laugardaginn 29. nóvember boðar Fræðslunefnd KKÍ til málþings um keppnisfyrirkomulag og leikreglur yngri flokka á Íslandi.
Ræddar verða hugmyndir sem eiga að leiða af sér breytingar til hins betra fyrir næsta vetur og framtíðina og því mikilvægt að sem flestir mæti og taki þátt í mótun og umræðum á þinginu.
Staðsetning málþingsins verður gefin upp þegar nær dregur en áætlað er að byrja kl. 10:00 og ljúka því um kl. 14:00.
Allir unnendur yngri flokka körfubolta og þeir sem vilja láta sig varða málefni málaflokksins eru hvattir til að taka daginn frá og mæta á þingið.
Frétt af www.kki.is