spot_img
HomeFréttirKKÍ aflýsir fjölmennum yngri flokka mótum

KKÍ aflýsir fjölmennum yngri flokka mótum

KKÍ hefur ákveðið að aflýsa tveimur mótum komandi helgi í ljósi ástands Covid-19 faraldursins. Keppnin sem átti að fara fram á Ísafirði var í minnibolta 11 ára. Féttatilkynningu sambandsins má lesa hér fyrir neðan.

Fréttatilkynning:

Í ljósi þess stöðunnar í COVID-19 faraldinum hefur KKÍ ákveðið að aflýsa tveimur fjölmennum fjölliðamótum um helgina, en keppni í minnibolta 11 ára var fyrirhuguð hjá drengjum í Grafarvogi hjá Fjölni og hjá stúlkum á Ísafirði hjá Vestra. KKÍ þykir afar leitt að þessi staða sé uppi, en þar sem um fjölmenn mót var að ræða taldi sambandið það samfélagslega ábyrgð sína að aflýsa þessum mótum. 

Einnig kom upp smit hjá leikmanni Ármanns í meistaraflokki kvenna og eru leikmenn liðsins nú sóttkví og því tveimur leikjum í 1. deild kvenna frestað sem félagið átti að spila á næstu dögum. Stakir leikir meistaraflokka og yngri flokka eru á dagskrá í dag og næstu daga

Fréttir
- Auglýsing -