spot_img
HomeFréttirKFÍ semur við Jason Anthony Smith

KFÍ semur við Jason Anthony Smith

KFÍ hefur gengið frá samning við leikstjórnanda að nafni Jason Anthony Smith. Jason hefur mikla reynslu sem leikmaður og spilaði nú síðasta vetur í efstu deildinni í Portúgal með liði CAB Madeira. Þar á undan spilaði hann í Þýskalandi með liði Schwelmer Basket í pro-B deildinni. Hjá CAB var hann með 16 stig og 5.3 stoðsendingar a.m.t í leik og stigahæstur í liðinu og hjá Schwelmer var hann með 19 stig og 4.5 stoðsendingar. www.kfi.is greinir frá.
 
Á heimasíðu KFÍ segir einnig:
 
Jason er mikil skytta og með frábæra nýtingu í skotum sínum og er einnig góður að leika uppi félaga sína og er mikill leiðtogi.
 
Við vonumst til að geta verið með fleiri fréttir af liðinu þegar líða tekur á vikuna, en allt er gert til að tefla fram góðu liði í Dominosdeildina næsta vetur og dropinn holar steininn.
  
Fréttir
- Auglýsing -