spot_img
HomeFréttirKFÍ og BÍ/Bolungarvík í samstarf: ,,Vinnum saman"

KFÍ og BÍ/Bolungarvík í samstarf: ,,Vinnum saman”

,,Vinnum saman" sem er samstarf sem KFÍ og BÍ/Bolungarvík settu á koppinn. Þetta samstarf snýst um að selja stuðningmannakort sem gildir á alla leiki meistaraflokka félaganna (körfuknattleikur/knattspyrna) og veitir korthöfum bæði forgang að ýmsu s.s. kaffiveitingum og forkynningum á liðunum fyrir leiki frá þjálfurum félaganna og ýmsum góðum afsláttum frá fyrirtækjum í Ísafjarðarbæ, Bolungarvík og frá Sólsteinum sem er alhliða steinsmiðja og hefur verið dyggur stuðningaðili beggja félaganna.
Þetta er stór áfangi hjá þessum félögum og er byrjun á meira og betra samstarfi í náinni framtíð.
 
Hægt er að lesa nánar um samstarfið með því að smella hér
  
Fréttir
- Auglýsing -