Þeir Craig Schoen og Marco Milicevic verða ekki í leikmannahópi KFÍ í kvöld sem mætir Haukum í lokaumferð Iceland Express deildar karla. Craig er með brotið bátsbein í hægri hendi en Marco er að glíma við bakmeiðsli síðan KFÍ mætti Stjörnunni á dögunum.
KFÍ er fyrir umferðina í kvöld fallið í 1. deild en Haukar eru að berjast við Fjölni um laust sæti í úrslitakeppninni.
Mynd/ Craig leikur ekki meira með KFÍ þetta tímabilið.