spot_img
HomeFréttirKeppni í NBA deildinni hafin: Melo heitur í sigri gegn Boston

Keppni í NBA deildinni hafin: Melo heitur í sigri gegn Boston

Jólin eru komin hjá mörgum körfuknattleiksáhugamanninum enda NBA deildin farin af stað á nýjan leik eftir vandræðalega langt verkbann milljónamæringanna í NBA deildinni. Fyrsti leikur tímabilsins var spennuslagur New York Knciks og Boston Celtics þar sem New York fór með 106-104 sigur af hólmi.
Carmelo Anthony fór á kostum í liði Knicks með 37 stig og 8 fráköst og Amare Stoudemire bætti við 21 stigi. Rajon Rondo var stigahæstur hjá Boston með 31 stig og 13 stoðsendingar.
 
Þá er langt liðið á leik Miami Heat og Dallas Mavericks þegar þetta er ritað og meistarar Dallas að fá háðuglega útreið og staðan 97-67 Miami í vil þegar um 10 mínútur eru til leiksloka.
 
Á dagskránni í kvöld eru einni eftirfarandi viðureignir:
 
LA Lakers – Chicago Bulls
Oklahoma City Thunder – Orlando Magic
Golden State Warriors – LA Clippers
 
Mynd úr safni/ Carmelo Anthony var heitur gegn Boston í kvöld
 

 
Fréttir
- Auglýsing -