Haukar hafa samið við Keira Robinson um að leika með liðinu tvö næstu tímabil í Subway deild kvenna. Tilkynnir félagið þetta á samfélagsmiðlum fyrr í dag.
Keira kom til liðsins eftir að yfirstandandi tímabil hófst og var drjúg fyrir Hauka þangað til hún meiddist á bikarveislunni nú í mars. Áður hefur Keira leikið fyrir Skallagrím í efstu deild á Íslandi, en þar, líkt og með Haukum á þessu tímabili, vann hún bikarmeistaratitilinn árið 2020.