Keflavík lagði nýliða Álftaness í Blue höllinni í kvöld í 7. umferð Subway deildar karla, 97-78. Eftir leikinn eru liðin jöfn að stigum, bæði með fjóra sigra og þrjú töp það sem af er tímabili.
Atkvæðamestur fyrir heimamenn í kvöld var Remy Martin með 22 stig og Marek Doezaj bætti við 13 stigum og 11 fráköstum.Fyrir gestina var Daniel Love stigahæstur með 20 stig og Haukur Helgi Pálsson var með 13 stig og 13 fráköst.