spot_img
HomeFréttirKeflvíkingar komnir í þægilega stöðu gegn Fjölni

Keflvíkingar komnir í þægilega stöðu gegn Fjölni

Bikarmeistarar Keflavíkur mættu Fjölni í Grafarvoginum í öðrum leik liðanna í 8-liða úrslitum Subway deildar kvenna. Fyrri leikurinn fór 83 – 58 fyrir Keflavík og því mikið verk að vinna fyrir Fjölni ef þær ætla ekki að vera komnar með bakið upp við vegg strax. 

Leikurinn fór af stað af krafti og mikil barátta í Fjölnis stelpum en mikið kæruleysi í Keflavík sem ætluðu að vinna leikinn með 30 stigum í fyrstu sókn. Þegar leið á 1. leikhluta kom meiri yfirvegun í leik Keflavíkur, hægt og rólega tóku þær yfir leikinn. 21 – 30 var því staðan eftir 1 leikhluta. 

Áfram héldu grindavík að spila með góðri yfirvegun sóknarlega og voru duglegar að sækja á körfuna til þess að fá annaðhvort auðveld sniðskot eða villu.

Hinu megin á vellinum voru Fjölniskonur neituðu að fara í burtu og settu niður mörg skemmtileg skot til þess að halda sér í leiknum en hægt og rólega hættu skotin hjá Fjölni að detta meðan Keflavíkurvélin hélt áfram að malla og hægt og rólega ókst munurinn. Staðan í hálfleik 38 – 62.

Svipað var upp á teningum í seinni hálfleik. Færri skot voru að detta hjá Fjölni en Keflavíkur vörnin var líka þétt. Hinu megin þá voru Keflavík áfram duglegar að ráðast á körfuna nema hvað að nú var auðveldara að henda boltanum út í galopna þrista sem þægilegt var að setja niður eða sækja aftur á körfuna. Virkilega góður sóknarleikur sem gaman er að horfa á þegar að flæðið er slíkt. 

Þrátt fyrir mikla baráttu frá Fjölni þá voru gæðin í Keflavík sem kinu í dag lokatölur 69 – 100

Hver var munurinn?

Keflavlík er full stór biti fyrir Fjölni. Ungar og efnilegar stelpur eru að spila hjá Fjölni en fyrstu skiptingar hjá Keflavík eru landsliðstelpur. Keflavík spilaði agaðan og góðan sóknarleik sem og þær náðu að læsa í vörninni. Fjölnir hinsvegar gerði sitt besta en það sprakk mjög snemma í leiknum. 

Atkvæðamestar

Daniella Wallen dró vagninn fyrir Keflavík með 17 stig og 12 fráköst en Sara Rún var einnig seig með 18 stig 7 fráköst og 5 stoðsendingar. Skemmtilegt var að sjá innkomu Önnnu Láru Vignisdóttir sem skoraði 12 stig með 50% skotnýtingu. Fjölnis megin var það hún Korinne Campell sem skoraði 24 stig og tók 10 fráköst en Raquel Laneiro skoraði 20 stig tók 7 fráköst og gaf 9 stoðsendingar.

Kjarninn

Keflavíkur fer þá heim með sigur í pokanum og vantar bara einn í viðbót til þess að fara áfram en með svona frammistöðu telst það heldur líklegt. Fjölnisstelpur eru komnar með bakið upp við vegg og þurfa heldur betur að hitta á leik ef þær ætla ekki í sumarfrí. 

Hvað svo?

Leikur 3 fer fram á Sunnubrautinni og vinni Keflavík þann leik eru komnar áfram í undanúrslit en vinni Fjölnir fá þær annan heimaleik og verður fróðlegt að sjá hvernig liðin mæta til leiks.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -