spot_img
HomeFréttirKeflavík-Stjarnan á Stöð 2 Sport í kvöld

Keflavík-Stjarnan á Stöð 2 Sport í kvöld

Í kvöld lýkur annarri umferð í Domino´s deild karla en þá eigast við Keflavík og Stjarnan en leikurinn verður í beinni útsendingu frá ™-Höllinni í Reykjanesbæ.
 
 
Rimmur þessara liða hafa verið kyngimagnaðar síðustu ár og skemmst þess að minnast að á síðasta tímabili sópaði Stjarnan Keflavík 3-0 inn í sumarið. Það verða engin vettlingatök í kvöld!
 
Stjarnan hefur unnið síðustu tvo leiki sína í Keflavík en þeir voru báðir á síðasta tímabili í úrslitakeppninni en Keflvíkingar unnu þó deildarleikinn sem fram fór í janúar á þessu ári. Alls hafa liðin leikið níu deildarleiki í Keflavík og staðan í þeim 7-2 Keflavík í vil.
  
Mynd/ [email protected] – Dagur Kár og Arnar Freyr eigast hér við í fyrstu viðureign Keflavíkur og Stjörnunnar í úrslitakeppninni á síðasta tímabili.
Fréttir
- Auglýsing -