22:33
{mosimage}
Chris Caird var í miklu stuði í kvöld
Það verða Keflavík og FSu sem mætast í úrslitum í unglingaflokki karla á sunnudag en undanúrslitin fóru fram í DHL höllinni í kvöld. Keflavík lagði Fjölni 78-72 og FSu lagði Hauka 112-71.
Þröstur Jóhannsson var stigahæstur Keflvíkinga með 20 stig en Sigurður Þorsteinsson átti teiginn og tók 19 fráköst. Sindri Kárason skoraði 21 stig fyrir Fjölni.
Chris Caird var í miklum ham hjá FSu, skoraði 39 stig, tók 14 fráköst og stal 6 boltum en Haukur Óskarsson skoraði mest Haukapilta eða 23 stig.
Undanúrslitin halda svo áfram á morgun klukkan 9 í DHL höllinni þegar Njarðvík og Grindavík hefja leik í 9. flokki karla.
Mynd: www.basket.is