spot_img
HomeFréttirKeflavík bikarmeistari í unglingaflokki karla

Keflavík bikarmeistari í unglingaflokki karla

19:51
{mosimage}

Keflvíkingar áttu ekki í nokkrum vandræðum með Valsmenn af Hlíðarenda í bikarúrslitum unglingaflokks karla í dag en Keflvíkingar unnu öruggan 87-102 sigur eftir að hafa leitt 37-62 í hálfleik. Valsmenn bitu verulega frá sér í síðari hálfleik en munurinn var einfaldlega of mikill og Keflvíkingar fögnuðu sigri. Hörður Axel Vilhjálmsson var valinn besti leikmaðurinn í liði bikarmeistara Keflavíkur með 32 stig, 10 stoðsendingar, 6 fráköst og 3 stolna bolta. Í liði Vals var Hörður Hreiðarsson valinn bestur með 30 stig, 14 fráköst og 7 stoðsendingar.

Valsmenn gerðu fyrstu stig leiksins en það var í eina skiptið sem Hlíðarendapiltar leiddu því Keflvíkingar voru mun grimmari og fljótlega höfðu heimamenn breytt stöðunni í 17-6 og að loknum fyrsta leikhluta stóðu leikar 20-16 Keflavík í vil.

Félagarnir Sigurður Gunnar Þorsteinsson og Hörður Axel Vilhjálmsson voru áberandi í Keflavíkurliðinu ásamt Axeli Margeirssyni en Hörður Axel setti nokkra góða þrista í öðrum leikhluta eftir að hafa boðið upp á NBA tilþrif með glæsilegri troðslu í þeim fyrsta. Hjá Val gerðu þeir Hjalti Friðriksson og Hörður Hreiðarsson hvað þeir gátu til að halda sínu liði inni í leiknum en Keflvíkingar leiddu 37-62 í hálfleik og ljóst í hvað stefndi.

{mosimage}

Hörður Axel Vilhjálmsson var með 21 stig, 9 stoðsendingar og 3 fráköst í fyrri hálfleik en Hörður Hreiðarsson með 14 stig í liði Vals.

Valsmenn minntu Keflvíkinga á að það verður enginn bikarmeistari í fyrri hálfleik og mættu vel stemmdir í síðari hálfleikinn. Valur vann þriðja leikhluta 27-22 og því leiddu Keflvíkingar 84-64 fyrir fjórða og síðasta leikhluta en mest náðu Valsmenn að minnka muninn í 14 stig. Bilið var þó orðið of mikið og Keflvíkingar áttu ekki í vandræðum með að landa bikarmeistaratitlinum þó allt annar bragur væri á leik Valsliðsins í síðari hálfleik. Lokatölur urðu svo 102-87 eins og fyrr greinir.

[email protected]

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}
{mosimage}

Fréttir
- Auglýsing -