Keflavík er Poweradebikarmeistari árið 2011 en þetta er tólfti bikartitill kvennaliðs Keflavíkur. KR og Keflavík áttust við í Laugardalshöll um titilinn eftirsótta þar sem Keflavík reyndist sterkari í síðari hálfleik og vann að lokum 62-72 sigur.
Birna Valgarðsdóttir var valin besti leikmaður leiksins með 14 stig og 4 fráköst í Keflavíkurliðinu. Jacquline Adamshick bætti við 19 stigum og 14 fráköstum en atkvæðamest í liði KR var Chazny Morris með 19 stig og 13 fráköst.
Nánar síðar…
Mynd/ Jón Björn: Marín Rós Karlsdóttir með Poweradebikarinn á lofti í Höllinni.