Keflavík batt enda á bikarvonir Njarðvíkur – Sjáðu glæsilega sigurtroðslu Marek Dolezaj

Keflavík sló granna sína úr Njarðvík út úr 32 liða úrslitum VÍS bikarkeppninnar í Ljónagryfjunni í framlengdum leik í gærkvöldi, 108-109.

Hérna er meira um leikinn

Undir lok framlengingarinnar var það Marek Dolezaj sem skoraði sigurkörfu Keflavíkur með glæsilegri troðslu, en þriggja stiga lokatilraun Chaz Williams þegar tíminn rann út geigaði og fór svo að Keflavík vann. Hér fyrir neðan er hægt að sjá myndband af þessari glæsilegu troðslu Marek sem Keflavík deildi á samfélagsmiðlum í kjölfarið.