Í dag fór fram leikur Skallagríms og Keflavík-b í 1.deild kvenna. Keflavíkur liðið slæst við granna sína í Njarðvíkinni um efsta sæti deildarinnar og urðu því að vinna þennan leik til að halda í við þær. Svo fór að Keflavíki sigraði leikinn 68-56 og smellti sér í toppsæti deildarinnar, jöfn að stigum Njarðvíkinga en hafa sigrað í innbyrgðis viðureignum þeirra.
Leikurinn var jafn nánast allan tímann en í þriðja fjórðung voru það gestirnir úr Keflavík sem komust í 10 stiga forskot og héldu henni til loka leiks án þess að Skallagrímskonur náðu nokkurntíman að ógna sigrinum. Eva Rós Guðmundsdóttir , 14 ára stúlka úr Keflavíkinni átti góðan leik fyrir Keflavík þegar hún skoraði 22 stig. Erla Reynisdóttir margfaldur Íslandsmeistari og fyrrum landsliðsmaður fór á hilluna góðua og sótti skóna sína fyrir þennan leik. Erla sýndi það að hún hefur engu gleymt og stjórnaði leik liðsins af mikilli kostgæfni. Stúlkan hefur greinilega engu gleymt í boltanum þó svo að smá hikst hafi verið í upphafi leiks hjá henni. „Ætli flestar þessar stelpur hafi ekki enn verið að setja í bleyjuna þegar ég hóf minn feril, en það var gaman að þessu í dag og ég skemmti mér mjög vel. „ sagði Erla í samtali við Karfan.is