spot_img
HomeFréttirKarl: Þetta verður bara til að gera liðið sterkara

Karl: Þetta verður bara til að gera liðið sterkara

Karl Guðlaugsson þjálfari Ármanns eftir tap gegn ÍR í framlengdum leik

 

"Í rauninni fannst mér ekkert fara úrskeiðis, þetta var bara gríðarlega jafn leikur í alla staði." Karl var jákvæður eftir naumt tap gegn ÍR í framlengdum leik, sagði sínar stelpur hafa verið flottar að ná að halda haus allann leikinn og að þær hafi ekki átt neinn lágan punkt í leiknum. "Ég er bara ótrúlega ánægður með stelpurnar, við bara vorum óheppnar að ná ekki að landa þessum fyrsta sigri okkar í vetur."

Þegar lokaskotið hjá Birnu Eiríksdóttur fór upp kvaðst Karl ekki hafa átt von á að það færi niður. "Svona er körfubolti, sem betur fer, allt getur gerst! Hann fór ofan í og þær unnu með tveimur." 

Hann telur að þær geti lært heilmikið af þessum leik, þetta sé ungt lið sem hafi bara tapað niður forystu í lok venjulegs leiktíma og svo aftur í framlengingunni og að þetta fari allt í reynslubankann. "Þetta verður bara til að gera liðið sterkara."

Hér að neðan má sjá viðtalið í heild sinni.

 

Fréttir
- Auglýsing -