spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaKarl Ísak í Kópavoginn

Karl Ísak í Kópavoginn

Breiðablik hefur samið við Karl Ísak Birgisson um að leika með liðinu á komandi tímabili í Subway deild karla.


Karl Ísak er uppalinn í Fjölni og hefur leikið þar allan sinn feril en Karl Ísak er einn af efnilegri leikmönnum landsins, hann er fæddur 2004 og er 198 cm að hæð og spilar sem framherji og hefur spilað með öllum yngri landsliðum KKÍ síðustu ár. Karl Ísak spilaði með Fjölni í fyrstu deildinni á síðustu leiktíð og var með um 20 min., 8 stig, 4 fráköst að meðaltali í leik.


Ívar Ásgrímsson þjálfari Breiðabliks sagði að hann væri mjög sáttur við þessa ráðningu og að Karl Ísak myndi falla vel inní leikstíl liðsins og myndi leysa stöðu 3/4 í vetur sem liðinu sárvantaði leikmann í. Ívar sagði “Karl Ísak er gríðarlega efnilegur og fjölhæfur leikmaður og ég býst við að hann muni stíga næstu skref á sínum ferli og muni hjálpa liðinu á komandi tímabili. Með ráðningu Karls Ísaks og svo Guillermo þá höfum við styrkt þær stöður sem liðinu vantaði á síðustu leiktíð og vonandi náum við að koma með fleiri jákvæðar fréttir á næstu vikum”.

Fréttir
- Auglýsing -