spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaKári: Við viljum ná heimaleikjarétti

Kári: Við viljum ná heimaleikjarétti

Tindastóll lagði Hauka í 18. umferð Dominos deildar karla fyrr í kvöld í Hafnarfirði.

Hérna er meira um leikinn

Kári Jónsson spilaði afar vel í kvöld en það dugði því miður ekki fyrir Haukana að þessu sinni:

Þetta var geggjaður leikur, úrslitakeppnisstemmning og harðar varnir. Mér fannst þið ná að herða vörnina enn betur í seinni hluta þriðja og í fjórða…en þeir spiluðu bara líka hörkuvörn og þetta var bara alger naglbítur.

Algerlega, svoleiðis eiga þessir leikir að vera á þessum tímapunkti. Menn eru komnir í úrslitakeppnisfíling. Við vorum kannski ekki alveg tilbúnir til að jafna ákafann frá Stólunum í fyrri hálfleik og við grófum okkur smá holu. Við vorum ótrúlega nálægt þessu en það hafðist ekki alveg. En þetta var frábærlega skemmtilegur leikur og gaman að taka þátt í honum.

Já akkúrat. Nú er svakalegt prógram framundan, Stólarnir í kvöld og svo eru það Keflavík og Stjarnan og fleiri…nú mun reyna ansi mikið á ykkur, er það ekki?

Algerlega! Það má segja að úrslitakeppnin sé nánast byrjuð hjá okkur! Það eru bara hörkuleikir framundan. Nú erum við komnir í 3 vikna pásu eða svo, svolítið langt í næsta leik og við þurfum að nýta tímann vel – halda okkur í góðu standi og takti.

Jájá. En segðu mér, hvert er markmiðið hjá Haukum fyrir tímabilið?

Það er góð spurning. Við viljum ná heimaleikjarétti, það er okkar stóra markmið. Fyrst og fremst var það að ná í úrslitakeppninina en eins og ég segi þá er stóra markmiðið að ná heimaleikjarétti og það hefði verið virkilega stórt skref að vinna þennan leik í dag en við þurfum bara að taka einn leik í einu, það eru mjög erfiðir leikir eftir og við þurfum að koma brjálaðir í hvern einasta leik.

Einmitt. Nú er svolítið síðan ég heyrði af ástandinu á þér…þú ert nú kannski orðinn dauðþreyttur á að vera alltaf að svara þessari spurningu en ég ætla samt að spyrja!

Ég er bara flottur. Ég er allur að koma til, maður er að fá aðeins meiri kraft og maður endist aðeins lengur. Mér líður bara betur og betur inn á vellinum og þá verður mikið skemmtilegra að spila.

Jájá, og tölfræðin er að styðja það sem þú segir, þú ert að skora aðeins meira og fleiri stoðsendingar og allt að gerast…

Jájá, þetta kemur með því þegar maður hefur aðeins meiri power í skrefinu sínu og svoleiðis, þá nær maður að búa sér til fleiri opnanir. En ég er að vinna í fullt af hlutum ennþá og ég er ekkert orðinn frábær en þetta kemur allt hægt og rólega.

Sagði nafni sem svaraði í tvöþúsundasta skipti spurningunni um líkamlegt ástand sitt af fagmennsku! Vonandi verður Kári frábær sem fyrst, það er geggjað að fylgjast með gaurnum spila körfu í stuði.

Fréttir
- Auglýsing -