Í dag var tilkynnt um nýtt nafn á bikarkeppni KKÍ en næstu þrjú árin mun bikarinn bera nafnið Poweradebikarinn. Kynningarfundur um málið fór fram í höfuðstöðvum Vífilfells í hádeginu í dag þar sem Hannes S. Jónsson formaður KKÍ og Árni Stefánsson forstjóri Vífilfells skrifuðu undir samstarfs- og styrktarsamninginn.
Ljósmyndir/ nonni@karfan.is

Frá fundinum í höfuðstöðvum Vífilfells.
Ingi Þór Steinþórsson þjálfari Snæfells og Erlingur Hannesson stjórnarmaður hjá UMFN létu sig ekki vanta. Þeir félagar hafa verið eins og samvaxnir á mjöðm síðan U18 ára landslið Íslands varð Norðurlandameistari árið 2009 en samfélagið í Solna í Svíþjóð man enn vel eftir innilegum fagnaðarlátum þessara kappa þegar sigurinn var í höfn.Fögnuðinn má sjá hér