spot_img
HomeFréttirKarfan.is 10 ára

Karfan.is 10 ára

Í dag fagnar Karfan.is 10 ára afmæli sínu. Það var þann 14. desember 2005 sem síðan hóf göngu sína og er í dag á meðal 35 vinsælustu vefsíðna á landinu skv. Íslenska veflistanum eða Modernus-mælingunni.

Ritstjórn Karfan.is vill þakka innilega fyrir samfylgdina síðastliðinn áratug en landið um kring hafa fjölmargir einstaklingar lagt ómetanleg lóð á vogarskálarnar við að flytja landsmönnum tíðindi af „móður allra íþrótta“ eins og Svali segir. 

Þessu samverkafólki og gallhörðum körfuhundum vill ritstjórn þakka innilega fyrir framlagið enda væri Karfan.is hvorki fugl né fiskur án þeirra. Þá er vert að þakka sérstaklega öllum samstarfaðilunum í gegnum árin en þeir hafa gert ritstjórn mögulegt að heimsækja atvinnumennina okkar og fjalla um þónokkur verkefni yngri landsliða svo eitthvað sé nefnt.

Við á Karfan.is erum hrikalega spennt fyrir næsta áratug… áfram körfubolti! 

Takk fyrir okkur
Jón Björn Ólafsson
Ritstjóri Karfan.is 

Fréttir
- Auglýsing -