11:36
{mosimage}
Willum ásamt Elísabetur Gunnarsdóttur en þau voru kjörnir þjálfarar ársins hjá KÞÍ
Willum Þór Þórsson þarf væntanlega ekki að kynna fyrir nokkrum manni. Kappinn stýrði Valsmönnum til sigur í Íslandsmótinu í fótbolta í á dögunum en það var í fyrsta skipti í 20 ár sem liðið vann þann titil.
Það vita þó eflaust færri að Willum var á sínum yngri árum liðtækur í körfubolta og lék með meistaraflokk KR í Úrvalsdeild 1980-81 og skoraði mest 8 stig í leik gegn Ármanni.
Þá lék Willum 12 unglinga- drengjalandsleiki.
Okkur á karfan.is langaði að forvitnast um hvort Willum væri eitthvað að fylgjast með körfuboltanum enn og lögðu því nokkrar spurningar fyrir hann.
Hvernig tilfinning er það að vera maðurinn sem færði Valsmönnum titilinn aftur eftir 20 ára hlé?
Alveg sérstök tilfinning og erfitt að lýsa. Einlæg gleði og tilfinningar sem brustu fram í félaginu og ég er sérstaklega þakklátur fyrir að fá að upplifa þennan áfanga með Valsmönnum. Þá get ég bætt við að ég er stoltur af því að feta í fótspor stjórþjálfarans heitins Óla B. Jónssonar.
Nú varst þú í körfu í gamla daga. Fylgist þú eitthvað með körfu í dag?
Ég hef einstaklega gaman af körfubolta og fylgist með þegar stórleikir eru í boði í sjónvarpi.
Stundarðu eitthvað körfubolta í dag? Hittist þið gömlu KR ingarnir eitthvað?
Því miður geri ég of lítið af því að spila körfubolta en ég laumast stundum í salinn á Hlíðarenda og tek nokkur skot. Karfan er nú sennilega ellivænlegasta íþróttin afboltagreinunum í jákvæðri merkingu að sjálfsögðu.
Er eitthvað sem þú lærðir í körfuboltanum sem nýtist þér í dag sem knattspyrnuþjálfari?
Ég var heppinn í þá daga sem ég er að stíga mín fyrstu skref í körfuboltanum í Vesturbænum að þar var einvala lið sigurvegara, gullaldarkynslóð KR-inga menn einsog Kolbeinn Pálsson, Gunnar Gunnarsson, Einar Bolla og "Sófi" (Sófus Guðjónsson) sem leiðbeindu ungum mönnum og voru okkur gríðarlegar fyrirmyndir og umfram allt góðir uppalendur og Helgi Ágústsson ofl. sem leiddu starfið af miklum krafti. Það var fyrst og fremst góður hugur og forysta þessara manna sem ég kann að meta í dag. Og seinna meistaraleikmenn á borð við Jón Sigurðsson, sem var mikill leiðtogi á velli.
Við þökkum Willum fyrir og óskum honum til hamingju með titilinn á dögunum.
Mynd: www.isisport.is/felog/kthi