spot_img
HomeFréttirKara missir af tveimur fyrstu leikjunum gegn Keflavík

Kara missir af tveimur fyrstu leikjunum gegn Keflavík

 
Rétt áðan var úrskurður aga- og úrskurðarnefndar KKÍ kunngjörður þar sem tekin voru fyrir tvö mál. Margrét Kara Sturludóttir fékk þar tveggja leikja bann og missir af tveimur fyrstu viðureignum Keflavíkur og KR í undanúrslitum Iceland Express deildar kvenna. Þá fékk Davíð Páll Hermannsson þriggja leikja bann og missir af allri seríunni gegn Snæfell í Iceland Express deild karla ef kemur til oddaleiks.
Í 8-liða úrslitum í Iceland Express deild karla þarf að vinna tvo leiki til þess að komast í undanúrslit og því eru eru tvær stöður í boði fyrir Davíð Pál. Haukar tapa og Davíð hefur þá leikið sinn síðasta leik þetta tímabil eða Haukar vinna 2-0 og Davíð missir af fyrsta leik í undanúrslitum og eða að Haukar vinna Snæfell 2-1 og Davíð verður með í fyrsta leik í undanúrslitum.
 
Hjá Köru er staðan svona, í undanúrslitum Iceland Express deildar kvenna þarf að vinna þrjá leiki til að komast áfram svo Kara verður ekki með fyrr en í þriðju viðureign Keflavíkur og KR.
 
Mynd/ Margrét Kara Sturludóttir verður fjarri góðu gamni gegn fyrrum liðsfélögum sínum í Keflavík fyrstu tvo leikina í undanúrslitum þar sem eigast við KR og Keflavík.
 
Fréttir
- Auglýsing -