{mosimage}
12:49:46
Michael Jordan, sem er að flestra áliti besti leikmaður í sögu NBA-deildarinnar, var í gær kynntur sem einn af fimm leikmönnum sem teknir verða inn í frægðarhöll körfuboltans næsta haust. Jordan, sem var fimm sinnum valinn besti leikmaður deildarinnar, vann sex meistaralitla, tvo Ólympíutitla auk ótal annarra verðlauna á nær 20 ára ferli.
Hann verður í góðum félagsskap á inntökuhátíðinni þar sem hann verður ásamt félögum sínum í Draumaliðinu, þeim David Robinson og John Stockton. Þeir eru allir í hópi bestu leikmanna allra tíma þar sem Stockton er til dæmis efstur í tveimur tölfræðiþáttum, stoðendingum og stelum, í sögu NBA, og Robinson var um árabil einn öflugasti og fjölhæfasti miðherji deildarinnar og vann til tveggja meistaratitla áður en hann lagði skóna á hilluna.
Auk leikmannanna þriggja verða þjálfararnir Jerry Sloan og C. Vivian Stringer tekin inn í athöfinni sem fer fram í frægðarhöllinni í Springfield í september.
ÞJ