Síðastliðinn föstudag máttu Skagamenn fella sig við að detta út í 32 liða úrslitum bikarsins. ÍA tapaði þá í Frystikistunni gegn Hamri 91-77. Skagamenn mættu vopnaðir nýjum leikmanni en sá heitir Jón Orri Kristjánsson og skilar stöðu miðherja eins og flestum ætti að vera kunnugt.
Jón Orri kom af bekknum hjá Skagamönnum og skilaði 11 stigum og 11 fráköstum á rúmum 17 mínútum. Karfan.is náði snöggu tali af Jóni sem sagðist aldrei ná að hætta alveg í körfubolta.
„Ég vonast til að geta verið með en passa mig á því að loafa ekki upp í ermina á mér,“ sagði miðherjinn sem m.a. varð Íslansmeistari með KR á þarsíðustu leiktíð og bikarmeistari með Stjörnunni á þeirri síðustu.