spot_img
HomeFréttirJón með 10 stig í tapi gegn Alicante

Jón með 10 stig í tapi gegn Alicante

Jón Arnór og Haukur Helgi voru á ferðinni í ACB deildinni um helgina. Jón og félagar í Zaragoza máttu þola tveggja stiga tap á útivelli en Haukur og félagar lögðu Valladolid á heimavelli.
CAI Zaragoza tapaði naumlega á útivelli 77-75 gegn Alicante þar sem Jón Arnór Stefánsson gerði 10 stig í liði Zaragoza. Jón var einnig með 4 stoðsendingar og 2 fráköst á tæpum 33 mínútum en hann var í byrjunarliði Zaragoza í leiknum. Eftir leikinn um helgina er Zaragoza í 12. sæti deildarinnar með 4 sigra og 6 tapleiki.
 
Haukur Helgi Pálsson lék í rúmar tvær mínútur í sigri Manresa gegn Valladolid. Haukur komst ekki á blað í stigaskorinu en tók eitt frákast í leiknum. Stigahæstur hjá Manresa var Josh Asselin með 20 stig en lokatölur leiksins voru 80-75 Manresa í vil sem eru í 9. sæti deildarinnar með 5 sigra og 5 tapleiki.
 
 
  
Fréttir
- Auglýsing -