spot_img
HomeFréttirJón Hrafn Baldvinsson ómeiddur

Jón Hrafn Baldvinsson ómeiddur

Betur fór en á horfðist þegar Jón Hrafn Baldvinsson, leikmaður KR lenti illa eftir samstuð í teig KR-inga í leik KR og Grindavíkur um meistara meistaranna fyrr í kvöld. Jón lenti illa á bakinu og skall með höfuðið í gólfið.
 
Jón kvartaði undan verk í bakinu og höfði, en þegar hann nefndi doða í leggjum var ekkert annað sem kom til greina en að kalla eftir sjúkraflutningabíl og láta ganga úr skugga um allt. 
 
Hann fékk hins vegar að fara heim að lokinn skoðun á bráðamóttökunni, heill á húfi. Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR sagðist vera mjög létt við þessi tíðindi í samtali við Karfan.is rétt áðan, enda mörgum brugðið í DHL höllinni þegar þetta gerðist.
 
Fréttir
- Auglýsing -