spot_img
HomeFréttirJón hefur leik á erfiðum útivelli með Granada

Jón hefur leik á erfiðum útivelli með Granada

 
Jón Arnór Stefánsson og liðsfélagar í spænska liðinu CB Granada hefja leik á erfiðum útivelli á komandi tímabili í spænsku úrvalsdeildinni þegar þeir mæta Valencia. Granada rétt missti af úrslitakeppninni á síðustu leiktíð en Valencia datt út í fyrstu umferð á móti Unicaja.
Tímabilið á Spáni hefst 30. september með opnunarleik Estudiantes og Real Madrid en Jón og félagar í CB Granada mæta á heimavöll Valencia þann 2. október næstkomandi. Meistarar Caja Laboral mæta Alicante á heimavelli og Evrópumeistarar Barcelona fá Gran Canaria í heimsókn.
 
 
Fréttir
- Auglýsing -