Jón Halldór Eðvaldsson var gríðarlega sáttur með sigurinn í dag gegn KR. " Já já ég er í skýjunum með þessi úrslit. Við spiluðum frábæra vörn í þessum leik eins og við ætluðum að gera. Það kannski var lögð svo mikil áhersla á það að við gleymdum sóknarleiknum."
"Það er búið að vera erfitt að bíða í 10 daga eftir þessu og svo sú ringulreið sem er búin að vera í gangi í kringum KR liðið. Verður Margrét Kara með eða ekki, þetta hefur áhrif á minn mannskap. Við lendum undir tvisvar sinnum með 10 stigum og komum tilbaka Þetta sýnir karakter hjá mínu liði. Umtalið fyrir þennan leik að þetta yrði einhver göngutúr í skrúðgarðinum fyrir okkur eftir að í ljós kom að Kara yrði ekki með þeim er bara móðgun gangvart KR liðinu. Þarna eru 5 aðrir landsliðsmenn hjá þeim og mér finnst þessi umræða vera á kolrangri hillu." sagði Jón Halldór eftir leik.