spot_img
HomeFréttirJón Axel endurtekur leikinn og býður uppá æfingu

Jón Axel endurtekur leikinn og býður uppá æfingu

Það er ýmislegt sem körfuknattleiksiðkendur brasa í þessu samkomubannig og líklega flestir sem gera heimaæfingar og annað sem félögin hafa útbúið. Á föstudaginn 24. apríl fá allir annað frábært tækifæri til að æfa með einum besta körfuboltamanni landsins.

Jón Axel Guðmundsson er þessa dagana að undirbúa sig fyrir nýliðaval NBA deildarinnar sem hann ætlar sér að vera hluti af, en það ætti ef allt væri eðlilegt að fara fram í júní. Síðasta þriðjudag bauð Jón Axel ásam þjálfara sínum uppá æfingu með Jóni í gegnum fjarbúnað. Útkoman var frábær og voru yfir 50 sem tóku þátt.

Vegna frábærra viðtakn hefur Grindvíkingurinn því ákveðið að bjóða uppá aðra æfingu. Magnað framtak hjá þessum frábæra leikmanni.

Æfingin fer fram kl 18:30 á föstudag. En með Jóni er einkaþjálfari hans, Blake Boehringer. Farið verður í boltaæfingar, styrk, úthald og moves seríur.

Eina sem þarf að gera er að vera mætt með 2 körfubolta, 1 tennisbolta, og handklæði.

Skráning fer fram hér.

Einstakt tækifæri fyrir alla unga sem aldna körfuboltaiðkendur að bæta sig í þessu árferði sem uppi er. Því líkt og á sumrin er þetta tími til bætinga.

Fréttir
- Auglýsing -