spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaJón Axel á leið í ítölsku úrvalsdeildina

Jón Axel á leið í ítölsku úrvalsdeildina

Samkvæmt ítalska miðlinum Sportando mun Jón Axel Guðmundsson leika í efstu deild á Ítalíu á næstu leiktíð. Hann mun leika með Fortitudo Bologna á Ítalíu. Félagið hefur ekki staðfest félagaskiptin en samkvæmt heimildum Körfunnar mun hann vera kynntur sem leikmaður félagsins á næstu dögum.

Bologna leikur í ítölsku Seria A deildinni og endaði í 12. sæti á síðustu leiktíð. Liðið hefur tvisvar orðið Ítalskur meistari og er mjög reynt lið á Ítalíu. Þjálfari liðsins er hinn króatíski Jasmin Repeša sem hefur unnið meistaratitil í fjórum löndum og hefur þjálfað í sterkustu deildum evrópu. Bologna lék í meistaradeild evrópu á síðustu leiktíð.

Samkvæmt frétt Sportando er Jón Axel síðasta púslið í lið Bologna sem hefur samið við öfluga leikmenn í sumar.

Jón Axel lék á síðustu leiktíð með Frankfurt Skyliners á Þýskalandi en leikur þessa dagana með liði Phoenix Suns í sumardeild NBA deildarinnar eins og flestir ættu að vita. Það verður spennandi að fylgjast með Jóni Axel taka þetta skref ítölsku úrvalsdeildina en efstu lið deildarinnar hafa verið að stykja sig mikið síðustu ár og deildin styrkst með.

Fréttir
- Auglýsing -