spot_img
HomeFréttirJón Arnór: Vonast eftir mínútum á morgun

Jón Arnór: Vonast eftir mínútum á morgun

 Jón Arnór Stefánsson er hægt og bítandi að ná sér í gott form eftir nára meiðsli og á morgun býst kappinn við að spila eitthvað í leik Unicaja Malaga gegn Cedevita Zagreb í Euroleague.  ”Ég vonast eftir að fá einhverjar nokkrar mínútur en ég er byrjaður að æfa vel.  Ég finn ekkert fyrir þessu en slík meiðsli þarf að fara varlega með og ekki fara of geist af stað.” sagði Jón Arnór í samtali við Karfan.is nú rétt áðan. 
 
“Þetta hefur gengið mjög vel allt saman og 2 vikur er ekki slæmt. Það var búist við lengri tíma en við förum varlega í þetta.” bætti Jón Arnór við að lokum. 
Fréttir
- Auglýsing -