spot_img
HomeFréttirJón Arnór til Benetton Treviso

Jón Arnór til Benetton Treviso

15:11
{mosimage}

(Jón Arnór Stefánsson)

Jón Arnór Stefánsson hefur gert mánaðarsamning við ítalska stórliðið Benetton Treviso og heldur til liðs við sitt nýja félag á mánudaginn. Benetton er eitt af fornfrægari liðum Evrópu og varð síðast Ítalíumeistari árið 2006. Þetta kemur fram á heimasíðu KR, www.kr.is/karfa

KR birtir viðtal á heimasíðu sinni í dag við Jón Arnór

Hvernig bar þetta að?
Þetta ber brátt að. Það var annað lið inn í myndinni sem var búið að vera í sambandi við mig. Fyrst það gekk ekki upp þá ákvað ég að stökkva á þetta. Þetta er klárlega einn stærsti klúbbur á Ítalíu en hafa verið í smá ströggli undanfarin tvö ár, sem þeir eru að reyna að vinna sig upp úr.

Nánar á heimasíðu KR: http://www.kr.is/karfa/frettir/?cat_id=16500&ew_0_a_id=323186

Mynd: [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -