Jón Arnór Stefánsson hefur staðist læknisskoðun hjá Malaga og var kynntur nú í morgun á heimasíðu félagsins fyrir stuðningsmönnum. Jón var í léttu spjalli við heimasíðu Malaga og sagði meðal annars þar að hann hlakkaði gríðarlega til að hefja leik með liðinu. “Þetta gerðist allt mjög hratt og þegar tækifærið bauðst þá hikaði ég ekki við það. Þetta er klúbbur sem býður uppá allt það sem ég leita af. Það verður gaman að hefja leik að nýju í Euroleague og keppa gegn þeim allra bestu í Evrópu”
“Ég er í góðu formi , hef verið að æfa vel einstaklingsæfingar og spilaði náttúrulega með landsliðinu í sumar þar sem við komust áfram í lokakeppnina að ári. Akkúrat núna vantar kannski aðeins uppá leikform en það kemur fljótt vonandi. Ég kem með reynslu á bakinu til liðsins sem ætti og er tilbúin að gera það sem þjálfarinn ætlast til af mér.” sagði Jón að lokum.
Mynd: unicajabaloncesto.com