21:53
{mosimage}
Jón Arnór Stefánsson lék sinn fyrsta leik fyrir Lottomatica Roma í kvöld þegar liðið tók á móti Pau-Orthez í Meistaradeild Evrópu. Jón Arnór, sem er númer 17 hjá nýja liðinu, hóf leikinn á bekknum og komust heimamenn í 10-0 og allt leit út fyrir stórsigur þeirra. Gestirnir klóruðu þó í bakkann í loka fyrsta leikhluta.
Þegar annar leikhluti hófst var Jón Arnór kominn inn á og var fljótur að láta til sín taka, fiskaði villu strax og átti skot sem geigaði. Stuttu seinna átti hann svo stoðsendingu á Alex Righetti sem skoraði þriggja stiga körfu og á 4. mínútu leikhlutans skoraði Jón Arnór sín fyrstu stig, þriggja stiga karfa eftir stoðsendingu frá fyrrum félaga hans í Dynamo St. Petersburg, Ognjen Askrabic. Alls lék Jón Arnór í 7 mínútur í þessum leikhluta og skoraði 5 stig og hálfleik var staðan 42-31 fyrir heimamenn.
Í stöðunni 57-50 og 1 mínúta eftir af þriðja leikhluta kom Jón Arnór inn á og á þessari mínútu skoraði hann 2 stig, stal 1 bolta og tók 1 sóknarfrákast. Roma hélt svo sínu striki í fjórða leikhluta og komst í 65-50 áður en Pau-Orthez tókst að svara fyrir sig og Jón Arnór kominn með 9 stig. Þegar þrjár mínútur voru svo eftir af leiknum og staðan 68-60 var Jón Arnór tekinn útaf. Hann kom svo aftur inn á í lok leiksins og lék síðustu mínútuna en þá var komin spenna í leikinn og staðan 71-66. Heimamenn héldu velli og sigruðu 78-68 og skoraði Jón Arnór úr layup í undir lokin.
{mosimage}
Tölfræði Jóns Arnórs í leiknum var sú að hann lék í 16 mínútur og skoraði 11 stig, hitti úr 4 af 7 tveggja stiga skotum sínum, 1 af 3 þriggja stiga. Tók 1 sóknarfrákast, stal 2 boltum og tapaði 1, gaf 1 stoðsendingu, fiskaði 3 villur og fékk sjálfur 3.
Stigahæstur Romamanna var Alex Righetti með 16 stig David Hawkins 13 og Dejuan Chatman Mire skoruðu 12 stig. Fyrir gestina í Pau-Orthez skoraði Britton Johnsen mest eða 16 stig.
Dejan Bodiroga lék ekki með Roma í kvöld vegna meiðsla.
Önnur úrslit í Meistaradeildinni í kvöld
CSKA Moskva – DKV Joventut 81-69
Partizan Belgrad – Olympiakos 84-92
{mosimage}
Myndir: www.virtusroma.it