spot_img
HomeFréttirJón Arnór aftur til Dallas

Jón Arnór aftur til Dallas

 Jón Arnór Stefánsson hefur snúið aftur til Dallas Mavericks í boði Donnie Nelson framkvæmdarstjóra félagsins.  Jón mun koma til með að fá að nýta sér æfingaraðstöðu liðsins að fullu og mun dvelja þar næstu vikurnar við æfingar. “Þetta er svona mitt “pre-season” í ár.  Það er rólegt sem stendur í samningamálum þannig að ég held mér í formi og um leið kem mér í betra stand hérna á meðan. Aðstaðan hér er eins góð og hún gerist þannig að ég er sáttur þó ég sakni hinsvegar fjölskyldunnar gríðarlega.” sagði Jón í snörpu viðtali við Karfan.is
 
Lið frá Tyrklandi, Spáni og Ítalíu höfðu öll haft áhuga á Jóni nú fyrir skömmu en samningar tókust ekki á þeim vígstöðum. 
Fréttir
- Auglýsing -