spot_img
HomeFréttirJón Arnór aftur af stað

Jón Arnór aftur af stað

 Unicaja Malaga spilaði í kvöld gegn liði Cedevita Zagreb frá Króatíu á heimavelli en þetta var fyrsti leikur liðsins í seinni umferð riðlakeppninar.  Svo fór að Malaga hafði sigur 82:73 en leikið var á heimavelli Malaga.  Jón Arnór Stefánsson spilaði sinn fyrsta leik í langan tíma en þó ekki nema tæpar 4 mínútur í leiknum.  Jón gerði lítið af sér á þessum tíma enda enn að komast í leikform. Hin Bandaríski skotbakvörður þeirra Malaga, Ryan Toolson var þeirra stigahæstur með 19 stig. 
 
 
Fréttir
- Auglýsing -