Allt lítur út fyrir að leikmenn og forráðamenn NBA og eigendur liðanna hafa komist að samkomulagi um að NBA deildin muni hefjast á jóladag nk. 25. desember. Eftir 15 klukkustunda fund í gær virðist vera að samkomulag hafi náðst um að bjarga því sem bjargað er hægt að restinni af deildinni. Vissulega margir ánægðir að heyra þessar fréttir og góð jólagjöf fyrir körfuknattleiks áhangendur. Sjá video frétt af NBA.com á Karfan TV