spot_img
HomeFréttirJohn Davis til Breiðabliks

John Davis til Breiðabliks

8:15

{mosimage}

Breiðablik hefur komist að samkomulagi við hinn bandaríska John Davis um að spila með liðinu á komandi tímabili.  Davis er um það bil 200 sm á hæð og 105 kg, mjög líkamlega sterkur og býr yfir miklum sprengikrafti.

Á meðan dvöl hans í háskóla stóð lék hann stöðu kraftframherja en allt síðasta tímabil lék hann stöðu skotbakvarðar í efstu deild í Chile.  Það má því leiða líkum að því að drengurinn muni á einhverjum tímapunkti leysa flestar stöður í Smáranum meðan á leik stendur fyrir utan stöðu þjálfara, sjúkraþjálfara og vatnsbera. Á háskólaárunum lék hann með Columbus State skólanum í NJCAA deildinn og svo Tarleton St. í NCAA II.

Útlit er fyrir að koma Davis sé mikill fengur fyrir Breiðablik og hinn almenna körfuboltaáhugamann því ljóst er að ef allt gengur að óskum kemur til með að reyna á körfuhringi í Smáranum næsta tímabil. 

Hér má sjá myndband af kappanum leika listir sínar í Chile.

[email protected]

Mynd: John Davis

Fréttir
- Auglýsing -