spot_img
HomeFréttirJeron Belin til Njarðvíkinga

Jeron Belin til Njarðvíkinga

 Samkvæmt heimasíðu Eurobasket þá hafa Njarðvíkinga samið við Jeron Belin , 24 ára gamlan Bandaríkjamann til að spila með liðinu á komandi tímabili. Belin kemur í stað Jonathan Jones sem hætti við og sagði atvinnuferli sínum lokið áður enn hann hófst. 
 Belin spilaði síðast á Möltu þar sem hann setti niður heil 33 stig á leik og tók 13 fráköst. Vissulega risatölur þannig að fróðlegt verður því að fylgjast með kappanum í Dominos deildinni.  Belin er 198 cm hár framherji sem kemur frá St Peters háskólanum í New Jersey. 
 
Fréttir
- Auglýsing -