spot_img
HomeFréttirJakob Örn Sigurðarson 1 á 1

Jakob Örn Sigurðarson 1 á 1

dFullt nafn:  Jakob Örn Sigurðarson       

 

Aldur: 26

 

Félag: KR

 

Hjúskaparstaða: Á lausu

 

Happatala:  9

 

Hvenær hófst þú að stunda körfubolta og hvar?

9 ára með Breiðablik

 

Hver var fyrsta fyrirmyndin þín í körfunni?

Hérna heima var það Palli Kolbeins og í NBA Jordan

 

Hverjir eru bestu íslensku leikmennirnir í Iceland Express-deild karla og kvenna og 1. deild karla?

Erfitt fyrir mig að dæma um það þar sem ég er alltaf úti en Hlynur og Pálína voru valin best þannig að þau hljóta að vera best.

 

Besti erlendi leikmaðurinn sem leikur í Iceland Express-deild karla og kvenna og 1. deild karla?

Get ekki dæmt um það.

 

Efnilegasti leikmaður landsins um þessar mundir? 

Matthías Orri Sigurðarson

 

Hver var fyrsti þjálfarinn þinn? 

Pabbi, Sigurður Hjörleifsson

 

Uppáhalds NBA leikmaðurinn þinn? 

Jordan og Jason Williams

 

Besti leikmaður NBA deildarinnar í dag? 

Kobe Bryant

 

Hefur þú farið á NBA leik? Ef já, hvaða leik? 

Fór á Washington-Miami árið 2000. Bæði lið gátu ekki neitt á þessum tíma og þetta var hrikalega leiðinlegur leikur.

 

Sætasti sigurinn á ferlinum? 

Þegar ég varð Íslandsmeistari árið 2000 með KR og svo landsleikurinn á móti Georgíu í fyrra. (Innskot frá Karfan.is en í landsleiknum setti Jakob niður flautuþrist og Ísland vann leikinn, Mastercard er fyrir allt annað!)

 

Sárasti ósigurinn? 

Tap í síðasta leiknum á háskólaferlinum.

 

Þín uppáhalds íþrótt að frátöldum körfubolta?

Fótbolti, finnst líka stundum gaman að kíkja í smá poker.

 

Með hvaða félögum hefur þú leikið?

Breiðabliki, Kr, Westminster Academy, Birmingham Southern College, Bayer Leverkusen, Gestiberica de Vigo, Univer Kecskemet

 

Uppáhalds:

 

kvikmynd: Shawshank Redemption, Rounders

leikari: Denzel Washington

bók: Angels and Demons

matur: Ítalskur og Mexíkanskur

matsölustaður: Núna er það Fiskmarkaðurinn

lag: mörg

hljómsveit: margar

staður á Íslandi: Vesturbærinn að sjálfsögðu

staður erlendis: Vigo á Spáni

lið í NBA: ekkert uppáhalds en finnst gaman að horfa á Phoenix, Golden State og Lakers

lið í enska boltanum: Liverpool

hátíðardagur: Jólin

alþingismaður: pass

heimasíða: karfan.is

 

Hvernig undirbýrð þú þig fyrir leiki? 

Undirbý mig vel á æfingum fram að leik og sé til þess að ég fái góða hvíld.

 

Hvort má læra meira af sigur- eða tapleikjum?

Jafn mikið af báðum.

 

Furðulegasti liðsfélaginn?

Helgi Már Magnússon svitnar furðulega mikið á æfingum

 

Besti dómarinn í IE-deildinni? 

Get ekki dæmt um það.

 

Erfiðasti andstæðingurinn? 

Hollis Price

 

Þín ráð til ungra leikmanna?

Sumarið er tíminn til þess að taka framförum og verða betri en andstæðingurinn.

 

Hver finnst þér að hefði átt að vera MVP í NBA deildinni? (Spurning frá síðasta þátttakanda í 1 á 1)

Kobe Bryant

 

Fréttir
- Auglýsing -