spot_img
HomeFréttirJakob og Hlynur báðir með 20 stig þegar Drekarnir fóru á toppinn

Jakob og Hlynur báðir með 20 stig þegar Drekarnir fóru á toppinn

Hlynur Elías Bæringsson og Jakob Örn Sigurðarson voru báðir með 20 stig í kvöld þegar Sundsvall Dragons lögðu Uppsala Basket 84-61 á heimavelli í sænsku úrvalsdeildinni í körfuknattleik. Pavel Ermolinski bætti við 10 stigum svo Íslendingarnir í liði Sundsvall gerðu 50 af 81 stigi liðsins í leiknum.
Pavel daðraði við þrennuna því aukareitis við stigin 10 þá var hann með 8 stoðsendingar og 7 fráköst og Hlynur bætti við 10 fráköstum. Með sigrinum í kvöld er Sundsvall á toppi deildarinnar með 20 stig en sænska deildin er gríðarlega jöfn þetta árið ef frá er talið lið ecoÖrebro á botninum.
 
  
Fréttir
- Auglýsing -